Kvikmyndar mat
8093 atkvæði

Teddi týndi landkönnuðurinn Movie

Engar Byssur. Engin svipa. Svakalegt fjör.

Original title: Las aventuras de Tadeo Jones

Allt frá því að Teddi var lítill drengur hefur hann dreymt um að ferðast um heiminn og uppgötva týnda fjársjóði eins og hetjan hans, Indiana Jones, gerði. nú fær hann tækifærið! Við kynnumst Tedda fyrst á barnsárunum þegar hann dundaði sér við að grafa upp fjársjóði í garðinum hjá sér. Lítið var þar að finna nema skemmtunina sem var ósvikin þótt jafnaldrar hans væru stöðugt að gera grín að honum fyrir þetta óvenjulega áhugamál. Seinna fékk Teddi vinnu sem byggingaverkamaður og er óhætt að segja að hann hafi fundið ýmislegt misjafnlega áhugavert í grunnum þeirra húsa sem hann vann við að byggja, gamlar kókflöskur og fleira. En Teddi vildi meira ... og það er nákvæmlega það sem hann fær þegar óvænt uppgötvun leiðir til þess að hann fer í alvörufjársjóðsleit alla leið til Egyptalands. Fljótlega er hann kominn á sporið en það hafa líka fleiri gert og þeir eru ekki alveg jafnvinsamlegir og Teddi ... themoviedb

  • Veggspjöld

  • Backdrops

  • Áhugaverðir tenglar

Textar

Upphlaðari

Rate quality of subtitles (0 atkvæði)

Skráar upplýsingar